23/12/2024

Húsmæður heimsækja London

Nokkru fyrir jól var Óskar Torfason fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is á ferð í London og hitti þar fyrir meginþorra húsmæðra Árneshrepps sem höfðu brugðið sér af bæ og skilið heimilisfeðurna eina eftir við jólaundirbúninginn meðan þær kynntu sér stórborgina frá öllum hliðum. Létu þær mjög vel af dvöl sinni þar, þó ekki vildu þær fara út í smáatriði. Þær féllust þó fúslega á að stilla sér upp fyrir fréttaritara og er þetta með föngulegri konum sem hann hefur smellt mynd af.

Konur úr Árneshreppi í London – ljósm. Óskar Torfason