22/12/2024

Hörmulegt ástand á malarvegum

Það eru víða vondir malarvegir á Ströndum og Vestfjörðum og holurnar örugglega óteljandi eftir haustrigningar síðustu daga. Vestfjarðavegur milli Bjarkalundar og Flókalundar slær þó líklega flestum öðrum malarvegum við um þessar mundir hvað varðar hörmulegheit. Frá Bjarkalundi að Flókalundi er malarvegur á 85 kílómetrum, en til samanburðar eru 40 kílómetrar ómalbikaðir frá Hólmavík að Brú í Hrútafirði. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni á þessum óvegi í gær og festi forneskjuna á mynd. Á köflum hafði verið reynt að hefla veginn og hellirignt ofan í allt saman og þar hafði holóttur vegurinn breyst í drullusvað með gnægð af grjóti á víð og dreif.

Drullusvað

vegamal/580-drulluvegur.jpg

Á leið um Reykhólahrepp – ljósm. Jón Jónsson