22/12/2024

Hláturjóga í kvöld – opið fyrir skráningu

 Í kvöld hefjast Hamingjudagar á Hólmavík með námskeiði í hláturjóga í Félagsheimilinu á Hólmavík. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ásta Valdimarsdóttir, en hún er menntaður hláturjógakennari og hefur haldið fjölmörg námskeið á Íslandi og í Noregi. Námskeiðið hefst kl. 19:00 og stendur til kl. 22:00. Námskeiðsgjald er kr. 2.900 sem greiðist við komu. Hægt er að skrá sig í allan dag með því að hringja í Arnar í s. 894-1941 eða senda tölvupóst í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Ekki missa ef þessu!