22/12/2024

Hjóna- og paranámskeið á mánudagskvöldum

selsi13

Mæðgurnar Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur og María Játvarðardóttir félagsráðgjafi MA halda hjóna og paranámskeið í matsal Reykhólaskóla mánudagskvöldin 17. og 24. mars kl. 20:30-22.00. Markmið með námskeiðinu er að styrkja og efla hjónabönd og parsambönd. Áhersla er á að fyrirbyggja vandamál og ekki þurfa að vera vandamál til staðar til að fólk mæti. Markmiðið er að gera hjónabandið skemmtilegra og styrkja fólk í sambandinu. Einnig verður komið inn á styrkingu fólks í foreldrahlutverkinu.  Umræðan í þjóðfélaginu snýst mikið um uppeldi, að við stöndum okkur í vinnu og að við lítum vel út. Einnig hefur umræðan opnast um andlega heilsu en lítil áhersla verið lögð á heilbrigði hjónabandsins. Úr þessu vilja þær mæðgur bæta.

Verð fyrir námskeiðið er 5.000 kr. Þeir sem koma keyrandi úr Dölum og Ströndum fá auka tveggja tíma stefnumót með maka sínum í bílnum á leiðinni og er lögð áhersla á að ferðin verði gerð skemmtileg!

Skráning er á hrefnahugos@gmail.com og sími: 866-4570 hjá Maríu.