22/12/2024

Hjallaskóli í galdrafjöri

Hátt í 50 nemendur í 8. bekk Hjallaskóla í Kópavogi og fylgdarlið þeirra heimsóttu Galdrasýninguna á Hólmavík í morgun, en hópurinn er í skólaferðalagi og hefur undanfarið dvalið í Heydal í Mjóafirði þar sem þau stunduðu allskyns útiveru og fjör.  Á galdrasýningunni beið þeirra galdramaðurinn og fræddi þau um hverskyns kúnstir og fyrirbæri sem Strandamenn eru einir færir um. Krakkarnir virtust vera furðu lostin yfir veðrinu og fengu í leiðinni litla tilsögn í að stjórna því áður en þau stigu upp í rútuna á leið heim í Kópavoginn á ný. Það er því allt eins von til þess að sólin fari að láta sjá sig þar um slóðir á næstunni. Myndirnar að neðan eru frá heimsókn barnanna á Galdrasýninguna í morgun.