22/12/2024

Hildur Vala á Hólmavík

Frést hefur að Idolstjarnan Hildur Vala sé í för með Jóni Ólafssyni tónlistarmanni sem heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju næsta miðvikudag, þann 22. júní. Er hún gestasöngvari á tónleikunum hjá Jóni. Verður gaman fyrir Strandmenn að fá Hildi Völu í heimsókn, enda stóð þessi viðkunnanlega stúlka upp úr í Idolkeppni vetrarins ásamt Heiðu frá Hólmavík og bar að lokum sigur úr býtum. Tímasetningu á tónleikunum sem verða nánar auglýstir síðar hefur verið breytt og verða þeir kl. 20:30.