22/12/2024

Heyskap lokið í Árneshreppi

Heyskap lauk nú loks hjá bændum í gærkvöld í Árneshreppi eftir slæmt þurrkasumar. Sláttur hófst um miðjan júlí og rættist vel úr sprettu. Seint var byrjað að heyja og er talsvert meiri heyskapur en í fyrra og ættu bændur að vera komnir með góðar heybirgðir fyrir veturinn. Veður í sumar um heyskapinn einkenndist af hægviðri og þokulofti eða súld, þótt góðir dagar hafi komið inn á milli. Bændur heyjuðu allt í rúllur og tveir eða þrír bændur munu slá smávegis af há seint í ágúst.

Samkvæmt gögnum veðurathugunarinnar í Litlu-Ávík voru aðeins 7 dagar alveg þurrir á meðan á heyskap stóð frá miðjum júlí til 17. ágúst, þar af 5 dagar í júlí og 2 dagar það sem af er ágúst.

Heyskapur í þokubrælu í gærdag – ljósm. Jón G.G. – www.litlihjalli.it.is