22/12/2024

Héraðsmót á Sævangi á laugardaginn

Laugardaginn 23. júlí næstkomandi verður Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum haldið á Sævangsvelli. Mótið hefst kl. 13:00. Forsvarsmenn aðildarfélaga HSS taka við skráningum, hver fyrir sitt félag.  Skráningum skal skila í síðastalagi föstudaginn 22. júlí kl. 13:00. Frjálsíþróttamönnum hjá nágrönnum í UDN (Dalamenn og Reykhólasveit) og USVH (V.-Húnvetningar) er sérstaklega boðið að taka þátt í mótinu að þessu sinni og má búast við skemmtilegri og spennandi keppni.

Keppisgreinar eru eftirfarandi:

Hnátur og hnokkar 10 ára og yngri:  60m hlaup, langstökk og boltakast.
Stelpur og strákar 11-12 ára:  60m hlaup, langstökk, kúluvarp og spjótkast.
Telpur og piltar 13-14 ára:  100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Meyjar og sveinar: 100m og 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Öldungaflokkar: 30 ára og eldri konur, 35 ára og eldri karlar: 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.