22/12/2024

Heimsókn í Kaffi Norðurfjörð

{mosvideo xsrc="nordurfj" align="right"}Á hverju ári bætist við veitingahúsaflóruna á Ströndum. Nýverið
opnaði í Norðurfirði nyrsta kaffihúsið og veitingastaðurinn á Ströndum.
Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is átti leið um Árneshrepp í vikunni með
kvikmyndatökuvélina og spjallaði þar við Ragnheiði Eddu Hafsteinsdóttur, vertinn
á Kaffi Norðurfirði. Hún lætur vel af sumrinu en það eru um þrjár vikur síðan
staðurinn opnaði. Það hefur alltaf verið gaman að sækja Árneshrepp heim og njóta
alls þess sem hann hefur upp á að bjóða og með tilkomu Kaffi Norðurfjörðs verður
heimsókn í nyrstu byggðir Árneshrepps en ánægjulegri. Það ætti enginn að láta Kaffi Norðurfjörð framhjá sér fara í sumar.


.