22/12/2024

Heilsukokkur á Hólmavík

heilsukokkur

Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsukokkur heldur fyrirlestur í félagsheimilinu á Hólmavík mánudaginn 2. nóvember kl. 17:00 og er aðgangseyrir 1.000.- Það eru foreldrafélög Grunnskólans á Hólmavík og Leikskólans Lækjarbrekku sem standa fyrir viðburðinum. Í erindinu fjallar Ebba Guðný, sem er m.a. umsjónarmaður þáttanna Eldað með Ebbu sem sýndir eru á RÚV, um heilsu og hollustu fyrir alla og gefur góð ráð sem henta öllum til að bæta heilsuna án mikillar fyrirhafnar.