22/12/2024

Heilmikið um að vera um helgina

Að venju er mikið um að vera í menningarlífinu á Ströndum um helgina, eins og fram kemur í fréttatilkynningu Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík. Þó nú sé farið að síga á seinni hlutann á sumrinu er enn nóg líf og fjör og viðbúið að auk fjölda erlendra ferðamanna sem enn eru á ferli muni allmargir mæta í berjamó á Ströndum næstu daga og vikur. Djúpavíkurdagar hefjast í dag, tónleikar með Heiðu Ólafs í kvöld og aðrir með Halla Reynis á morgun, og sagnadagskráin Álfar og tröll og ósköpin öll verður sýnd að venju um helgina. Einnig er menningarviðburður í Snjáfjallasetri í Dalbæ á Snæfjallaströnd þar sem 100 ára afmæli fræðslulaganna verður minnst.

Töluverð umferð ferðamanna er um Strandir og þéttskipað hefur verið á tjaldsvæðinu á Hólmavík síðustu daga. Heimsóknafjöldi síðustu daga á Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík er vel yfir því sem venjulegt er á þessum tíma.

Föstudagur 17. ágúst:

Djúpavíkurdagar – www.djupavik.is
 – Kl. 21.00 – Setning Djúpavíkurdaga hefst með kaffisopa í boði hótelsins eins og venjan hefur verið síðustu ár.
– Kl. 22:00 – Tónleikar – Heiða Ólafs heldur tónleika í matsal hótelsins, undirleikari er Ari Björn. Aðgangseyrir kr. 1.500.-

Álfar og tröll og ósköpin öll – www.galdrasyning.is
– Kl. 21.00 – Sagnaskemmtun með Sigurði Atlasyni á Galdraloftinu á Galdrasafninu á Hólmavík. Líf og fjör. Vinsamlegast pantið miða fyrirfram á Galdrasýningu á Ströndum, s. 451-3525 milli 10:00-18:00.
 

Laugardagur 18. ágúst

Djúpavíkurdagar – www.djupavik.is
– Kl. 14.00 Skoðunarferð um síldarverksmiðjuna, leiðsögumaður verðu Héðinn Birnir Ásbjörnsson.
– Kl. 14.30 Djúpvíkingurinn. Keppni barna í ýmsum þrautum og leikjum sem nú er haldin í fjórða sinn; umsjón hefur Kristjana María Ásbjörnsdóttir.

Að lokinni keppni um Djúpvíkinginn verður bryddað upp á nýjung sem ákveðið hefur verið að reyna  að koma í Heimsmetabók Guinnes á næsta ári. Þá eiga börn og fullorðnir að fara niður í fjöru og “fleyta kerlingar” í ca. 10 mín. Líta má á þetta fyrsta skipti sem aðalæfingu fyrir næsta ár.

– Kl. 16.30 verður boðið upp á stutta útsýnissiglingu með bátnum Djúpfara sem flutti frá höfuðborgarsvæðinu í vor. Allt að 6 manns geta farið út í einu, allir fá björgunarvesti.
– Kl. 19.00–21.00 Sjávarréttahlaðborð. Hlaðborð Hótel Djúpavíkur hafa alltaf verið vinsæl í gegnum árin og nú er röðin komin að sjávarréttunum aftur. Verð kr. 3.000,– fyrir manninn. Lifandi tónlist verður á meðan á borðhaldi stendur.
– Kl. 22.:00 Tónleikar – Trúbadúrinn Halli Reynis heldur tónleika í matsal hótelsins, aðgangseyrir kr. 1.500,–.

Dagskrá um Fræðslulögin 2007 og skólahald í Snæfjallahreppi – www.snjafjallasetur.is
Kl. 16:00-18:00 Snjáfjallasetur – málþing í tilefni af hundrað ára afmæli fræðslulaga í Dalbæ á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Ólöf Garðarsdóttir mun flytja erindi um barnaskóla á millistríðsárunum í ljósi kynferðis og stétta, þéttbýlis og dreifbýlis; Loftur Guttormsson mun flytja erindi um viðbrögð Grunnvíkinga við fræðsluskyldunni 1907 og Engilbert Ingvarsson mun flytja erindi um skólahald í Snæfjallahreppi. Ókeypis aðgangur er á málþingið og sýningu sem sett hefur verið upp á staðnum um skólahald í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu í ljósi fræðslulaganna frá 1907. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Álfar og tröll og ósköpin öll – www.galdrasyning.is
– Kl. 21.00 – Sagnaskemmtun með Sigurði Atlasyni á Galdraloftinu á Galdrasafninu á Hólmavík. Líf og fjör. Vinsamlegast pantið miða fyrirfram á Galdrasýningu á Ströndum, s. 451-3525 milli 10:00-18:00.
 

Sunnudagur 19. ágúst

Djúpavíkurdagar – www.djupavik.is
– Kl. 14.00 Síðasta kaffihlaðborð sumarsins á Hótel Djúpavík, gómsætt að venju. Kr. 1.200,– fyrir manninn.