22/12/2024

Haustþing Fjórðungssambandsins verður í Bjarnarfirði

stjórn Fjórðungssambands Fv

Ný stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga var kjörin á Fjórðungsþingi á Ísafirði í dag. Nýr formaður sambandsins er Pétur Markan í Súðavíkurhreppi, en með honum í stjórn eru Ingibjörg Emilsdóttir í Strandabyggð, Sigurður Hreinsson í Ísafjarðarbæ, Margrét Jómundsdóttir í Bolungarvíkurkaupstað og Ása Dóra Finnbogadóttir í Vesturbyggð. Ákveðið var að halda haustþing Fjórðungssambandsins með stefnumótun sem meginþema þann 2. september nk. og verður það haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum.