01/05/2024

Hátíðarkaffi í tilefni af skólahaldi í 100 ár

Sveitarstjórn Strandabyggðar heldur hátíðarkaffi í tilefni af skólahaldi á Hólmavík í 100 ár miðvikudaginn 1. júní. Allir eru hjartanlega velkomnir á viðburðinn sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst hátíðin kl. 17:00. Vonast er til að sem allra flestir fyrrverandi og núverandi starfsmenn og nemendur skólanna á Hólmavík, leikskólans, grunnskólans og tónskólans, mæti á hátíðina og allir íbúar Strandabyggðar eru hvattir til að láta sjá sig. Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík fara fram sama dag kl. 12:00 í Hólmavíkurkirkju.