22/12/2024

Hasspípa á víðavangi

Fyrir nokkrum dögum var Guðný Þorsteinsdóttir á Borðeyri á rölti eftir þjóðvegi 61 skammt frá Borðeyri. Rak  hún þá augun í óvenjulegan hlut í vegkantinum. Við fyrstu sýn virtist vera um venjulega gosflösku að ræða, en þegar betur var að gáð reyndist þetta vera gosflaska sem haganlega hafði verið breytt í einhverskonar reykjapípu. Mjög trúlega er um hasspípu að ræða, sem þarna hafði verið fargað.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er hasspípa áhald sem er notað við dópneyslu, en ein og sér er hún alveg meinlaus greyið, ef ekkert er í henni hassið. Mun alvarlegri tækjum og tólum sem viðkoma dópneyslu er eflaust oft kastað á víðavangi og af þessu tilefni er rétt að vara sérstaklega við því.

 

Guðný Þorsteinsdóttir með hasspípuna – ljósm. Sveinn Karlsson