22/12/2024

Handverksmarkaður á Hólmavík

Það var mikið um að vera í gær í undirbúningi fyrir Stefnumót á Ströndum og margir voru að ganga frá sýningarbásum sínum. Aðrir mæta nú í morgunsárið til að ganga frá, en sýningin sjálf opnar kl. 13:00. Búið er að reisa handverks- og veitingatjald sunnan við Félagsheimilið og þar verður handverksmarkaður Strandakúnstar staðsettur í dag og jafnframt hægt að kaupa sér kaffisopa og nýbakaðar kleinur. Markaðurinn verður svo áfram í tjaldinu á sunnudag 30. ágúst, og einnig á mánudaginn 31. sem jafnframt er síðasti söludagur sumarsins hjá Strandakúnst og verður opið frá kl 10:00 til 17:00 báða dagana.

Á mánudaginn er fyrirhugaður almennur markaðsdagur þar sem fólk getur komið með afurðir sumarsins
og selt sjálft sínar vörur, eins og  td.  ber, sultutau, grænmeti, fjallagrös og hvaðeina. Ekki þarf að panta neitt fyrirfram en æskilegt að fólk verði sér úti um sitt eigið söluborð. Upplýsingar gefur Ásdís Jónsdóttir í síma 694-3306 .