23/12/2024

Hamingjudiskur kominn í sölu

Nú er lag Daníels Birgis Bjarnasonar, Á Hamingjudögum, komið á geisladisk. Mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. júní. Mun Daníel ganga í hús á Hólmavík og bjóða diskinn til sölu. Verð á disknum er 700 krónur en einnig má nálgast eintak til að byrja með í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og víðar þegar líða tekur á vikuna. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is er búinn að hlusta á lagið og hvetur fólk til að kaupa diskinn sem allra fyrst, útsetning og flutningur er í toppklassa og lagið afar áheyrilegt og skemmtilegt.