22/12/2024

Hálkan að leysast upp

Hálkan er að hverfa og nú er auður vegur milli Hólmavíkur og Brúar í Hrútafirði. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði, Selströnd, Bjarnarfjarðarhálsi og innansveitar í Árneshreppi og verið er að moka leiðina norður í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Mjög hvasst var í kringum miðnætti síðstliðna nótt og voru um tíma 30 m/s á Ennishálsi. Óljósar fréttir eru um að tengivagn aftan í flutningabíl hafi oltið á Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöld.