22/12/2024

Háhraðanettengingar aftur á fjárlögin

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju umræðu og kennir þar ýmissa grasa. Meðal annars er birt þar sundurliðun á margvíslegum safnliðum og þar með styrkir til margvíslegra verkefna og stofnanna sem ekki eru ríkisstofnanir. Sérstaka athygli vekur að fjárlaganefnd leggur til 400 millj. fjárveitingu til Fjarskiptasjóðs til að ljúka verkefninu um háhraðanetvæðingu í dreifbýli, en ríkisstjórnin hafði áður lagt til að fella þá fjárveitingu niður og var það samþykkt við aðra umræðu. Eins koma styrkir til háskóla- og fræðasetra á landsbyggðinni aftur inn.

Ýmis verkefni á Vestfjörðum og Ströndum fá styrki á fjárlögum fyrir árið 2009 samkvæmt sundurliðun safnliðanna sem nú er birt, en í mörgum tilvikum er um að ræða lægri upphæðir en fyrri ár. Þriðja umræða um fjárlögin hefst á Alþingi á morgun.