16/06/2024

Hafísinn lætur á sjá

Hafís úti fyrir Munaðarnesi fyrr í vikunni. Ljósm.: Jón G. Guðjónsson.Talsverður sjógangur var liðna nótt og er því mikið molnað niður úr hafísnum í Árneshreppi. Ísinn hefur minnkað mikið langt inn á Trékyllisvík en Norðurfjörður er þó enn fullur af ís. Talsvert hrafl er út með Krossnesi og í Veturmýrarnes. Ávíkin er ennþá full af ís. Veðurhorfur til kl. 18:00 á morgun er á þessa leið: Austan 10-15 m/s og slydda í fyrstu en síðan suðaustan 5-10 m/s og úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig.