22/12/2024

Hafbjörg á leið í heimahöfn

Hafbjörg á siglinguHafbjörg ST 77 er á leið til heimahafnar á Hólmavík í dag eftir gagngerar endurbætur, en báturinn sökk út af Kaldrananesi síðastliðið vor. Í þessum rituðum orðum er báturinn staddur á Rifi (kl. 11:00) og tekur þar olíu áður en brunað er áfram. Að sögn Magnúsar Gústafssonar skipstjóra Hafbjargar er mjög gott í sjóinn og hann stefnir að því að sigla inn í hafnarkjaftinn á Hólmavík um kvöldmatarleytið.