23/12/2024

Hæsta boð í Kollafjarðarnes 67,7 milljónir

Samkvæmt vef Ríkiskaupa – www.rikiskaup.is – var hæsta tilboð í jörðina Kollafjarðarnes við norðanverðan Kollafjörð á Ströndum 67,7 milljónir, en tilboð í jörðina voru opnuð í dag. Ekki er enn búið að setja fundargerð fyrir opnunarfundinn inn á netið, þannig að ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki upplýsingar um hversu mörg tilboð bárust í jörðina, en verið hefur í fréttum að menn hafa sýnt henni óvenjulega mikinn áhuga. Upphæðin vekur þó töluverða athygli því húsakostur á Kollafjarðarnesi er ekki í góðu ástandi og greinilegt má vera að jarðaverð er að hækka umtalsvert á svæðinu.