19/04/2024

Hækkanir á þjónustugjöldum?

Tillaga að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2005 var tekin til fyrstu umræðu á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps í gærkvöldi. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir því að halli á rekstri hreppsins á árinu verði tæpar kr. 17.000.000.- Ein helsta forsenda þess að fjárhagsáætlunin gangi upp er að gerðar verði ýmsar hækkanir á þjónustugjöldum í hreppnum og þá er það lagt til að reynt verði að draga úr hallarekstri með t.d. fækkun starfa og hagræðingu í rekstri.

Í frumvarpinu er m.a. lagt til að:

  • Fasteignaskattur á húsnæði hækki úr 0,38% í 0,4%.
  • Fasteignaskattur á fyrirtæki hækki úr 1,40% í 1,51%.
  • Vatnsskattur hækki úr 0,28% í 0,30%.
  • Sorpgjald hækki um kr. 1.000.- á heimili.
  • Sorpgjald hækki um kr. 1.500.- á fyrirtæki.
  • Sorpgjald hækki um kr. 500.- á sumarhús.
  • Húsaleiga hækki um 5% strax og um 2,5% í júlí.
  • Leikskólagjöld hækki um 5% strax og aftur um 5% í ágúst.
  • Tónskólagjöld hækki um 7% næsta haust.
  • Gjald í sundlaug fyrir fullorðna hækki í kr. 300.-.
  • Gjald í sundlaug fyrir börn hækki í kr. 150.- (Verð á kortum í sundlaug verði óbreytt).
  • Öll þjónustugjöld vegna reksturs hafnarinnar hækki um 5%, nema selt rafmagn sem taka mun mið af raunhækkun Orkubús Vestfjarða.
  • Tekið verði upp gjald fyrir heimilishjálp, kr. 400.- fyrir hvert skipti nema ef viðkomandi hefur einungis ellilífeyri eða örorkubætur sem einu tekjur heimilisins.
  • Afsláttur á fasteignaskatti verði tekjutengdur líkt og í öðrum sveitarfélögum og sótt verði sérstaklega um afsláttinn.
  • Allur rekstur hreppsins verði skoðaður vel á árinu og reynt að leita leiða til að draga úr hallarekstri með t.d. fækkun starfa og hagræðingu í rekstri.
  • Skoðað verði að stofna hlutafélag um eignir hreppsins þar sem það gæti hjálpað til við að koma skikki á fjárhaginn, ef eignirnar eru metnar á 400 millj. eða meira.
Það er rétt að minna lesendur strandir.saudfjarsetur.is á að tillaga þessi hefur ekki verið samþykkt og hún getur hæglega tekið einhverjum breytingum í meðförum hreppsnefndar.