26/12/2024

Gunnar Bragi hafði betur

Sigurganga Baldurs Smára Ólafssonar í tippleik strandir.saudfjarsetur.is endaði nú fyrr í dag þegar hann laut í lægra haldi fyrir Gunnari Braga Magnússyni. Árangur kappanna var ekki til að hrópa húrra fyrir, en Gunnar rétt náði sigri með fjórum stigum gegn þremur. Það stefndi í jafntefli í viðureigninni lengst af, en Derby-maðurinn Inigo Idiakez sá til þess að Baldur missti stig með því að skora sigurmark Derby gegn Crystal Palace þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Gunnar Bragi keppir því aftur á næstu helgi, en strandir.saudfjarsetur.is þakka Baldri fyrir langa og góða þátttöku í leiknum og óska honum og Nottingham Forest góðs gengis í framtíðinni. Úrslit helgarinnar og stöðuna í leiknum má sjá hér fyrir neðan:

Staðan í tippleiknum:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-4. Bjarni Ómar Haraldsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
2-4. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                  
2-4. Baldur Smári Ólafsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
5. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
6. Kolbeinn Jósteinsson – 2 sigrar
7-8. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
7-8. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
9. Gunnar Bragi Magnússon – 1 sigur
10. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
11. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
12-13. Andri Freyr Arnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
12-13. Ágúst Einar Eysteinsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
14-20. Gunnar Logi Björnsson – 0 sigrar
14-20. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
14-20. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
14-20. Helgi Jóhann Þorvaldsson – 0 sigrar
14-20. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
14-20. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
14-20. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar

LEIKIR

ÚRSLIT

BALDUR

GUNNAR

1. Aston Villa – Fulham 

X

1

1

2. Chelsea – Man. City

1

1

1

3. Wigan – West Ham

2

1

1

4. Sunderland – Blackburn

2

2

2

5. Leicester – Reading

X

2

2

6. Sheff. Utd. – Southampton

1

1

1

7. Leeds – Stoke

X

1

1

8. Watford – Millwall

2

1

1

9. Derby – C. Palace

1

X

2

10. Wolves – Sheff. Wed.

2

1

1

11. Crewe – Coventry

1

2

X

12. Cardiff – QPR

X

1

1

13. Brighton – Luton

X

1

X

 

 

3 réttir

4 réttir