07/11/2024

30. umferð tippleiksins

Það eru þeir Baldur Smári Ólafsson á Ísafirði og Gunnar Bragi Magnússon frá Ósi við Steingrímsfjörð sem eigast við í tippleik strandir.saudfjarsetur.is þessa helgina. Baldur er búinn að vinna þrjá síðustu andstæðinga sína og getur með sigri í viðureign morgundagsins náð Jóni Jónssyni að stigum í efsta sæti leiksins. Jón á nokkur jafntefli til góða, en miðað við tilþrif Baldurs undanfarið gæti hann gert harða atlögu að fyrsta sætinu. Gunnar gæti þó komið í veg fyrir það, en einungis þrír leikir skilja kappana að í spám þeirra. Baldur segir í sinni spá að hann ætli að vinna auðveldlega, en Gunnar biðlar til fólks um að tippa eins og hann ef það vill græða. Spár og umsagnir helgarinnar má sjá hér fyrir neðan:

1. Aston Villa – Fulham

Baldur: Fulham tapar þessu. Þrátt fyrir að hafa unnið Chelsea á dögunum. Tákn: 1.

Gunnar: Aston villa sigrar án efa. Tákn: 1.

+++

2. Chelsea – Man. City

Baldur: Það væri brjálæði að setja annað en heimasigur hér. Tákn: 1.

Gunnar: Því miður eiga Chelsea eftir að vinna. Tákn: 1.

+++

3. Wigan – West Ham

Baldur: Wigan eru með mjög skemmtilegt og gott lið. Ég held að þeir vinni West Ham 2-0. Tákn: 1.

Gunnar: West Ham tapar sem þýðir að Wigan vinnur. Tákn: 1.

+++

4. Sunderland – Blackburn

Baldur: Sunderland eru svo svakalega slappir að ég hef bara ekki séð annað eins í langan tíma. Tákn: 2.

Gunnar: Sunderland gæti ekki unnið Neistann, hvað þá Blackburn. Tákn: 2.

+++

5. Leicester – Reading

Baldur: Það verður gaman að sjá Reading í Úrvalsdeidinni á næstu leiktíð. Tákn: 2.

Gunnar: Blökkumaðurinn hann Ívar spilar með sínu liði til sigurs. Tákn: 2.

+++

6. Sheff. Utd. – Southampton

Baldur: Sheffield eru í mikilli baráttu um annað sætið í deildunni og mega ekki við tapi. Tákn: 1.

Gunnar: Sheffield Utd. geta ekki klikkað. Tákn: 1.

+++

7. Leeds – Stoke

Baldur: Leeds langar upp í Úrvalsdeildina aftur. Tákn: 1.

Gunnar: Pabbi myndi henda mér út ef að ég myndi ekki velja Leeds til sigurs. Tákn: 1.

+++

8. Watford – Millwall

Baldur: Marlon King með þrennu. Tákn: 1.

Gunnar: Watford til sigurs. Tákn: 1.

+++

9. Derby – C. Palace

Baldur: Derby stillir upp 10 varnarmönnum í þessum leik og ná 0-0 jafntefli. Tákn: X.

Gunnar: Andy og ég eigun sama afmælisdag og hann setur þrjú til að fagna því. Tákn: 2.

+++

10. Wolves – Sheff. Utd.

Baldur: Úlfarnir ættu að vinna þetta nokkuð létt. Tákn: 1.

Gunnar: Úlfarnir sigra… end of story. Tákn: 1.

+++

11. Crewe – Coventry

Baldur: Crewe eru ömurlegir og þeir vita það. Þeim langar að falla niður um deild og leyfa Coventry að vinna. Tákn: 2.

Gunnar: Ég verð að setja eitthvað. Tákn: X.

 
+++

12. Cardiff – QPR

Baldur: Cardiff þarf að vinna til að vera með í baráttunni um umspilssæti. Tákn: 1.

Gunnar: Cardiff sigrar – mig dreymdi það. Tákn: 1.

+++

13. Brighton – Luton

Baldur: Brighton er í mjög mikilli fallbáráttu. Þeir ætla sér sigur gegn Luton og tekst það. Tákn: 1.

Gunnar: Brighton nær stigi í fallbaráttunni. Tákn: X.

+++

Baldur: Ég stefni á að vinna andstæðing minn nokkuð létt núna. Þetta var allt of tæpt á seinustu helgi. Leikirnir sem ég vinn þetta á verða sennilega leikur 9 og 13. Kveðja, Baldur.

Gunnar: Ég vil hvetja sem flesta til að tippa eins og ég og deila með mér peningunum.