22/12/2024

Gráhegri heimsækir Steingrímsfjörðinn

300-grahegriSíðustu daga og vikur hefur gráhegri sést af og til við Steingrímsfjörð á Ströndum, oftast í Skeljavíkinni rétt sunnan við Hólmavík. Gráhegri er ekki varpfugl á Íslandi, en frekar algengur flækingur yfir vetrartímann, stór og mikill vaðfugl með langan háls. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is náði einni mynd af gráhegranum í fjarska á dögunum, en bíður færis til að ná almennilegri mynd.