14/10/2024

Jarðstrengur yfir Steingrímsfjarðarheiði

Síðustu vikur hefur verið unnið að því að koma rafmagnsstreng í jörð ofan af Hátungum og vestur yfir Steingrímsfjarðarheiði og áfram að Nauteyri. Hafa starfsmenn verktakafyrirtæksins Ingileifs Jónssonar ehf séð um að koma strengnum niður, en starfsmenn Orkubúsins á Hólmavík um tengingar. Ætlunin með þessari framkvæmd er að tengja saman raforkukerfið í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum, en kerfið í Djúpinu hefur verið sjálfstætt fram að þessu. Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is átti leið um heiðina á dögunum strengurinn kominn í jörð niður í Lágadal og verið að vinna á nokkrum stöðum á heiðinni og búið að koma streng af fjölmörgum keflum í jörð.

Strengur yfir heiði

frettamyndir/2008/580-strengur1.jpg

Ljósm. Jón Jónsson