22/12/2024

Göngur og réttir

Um helgina er leitað og réttað víða á Ströndum, Hvalsárrétt í Hrútafirði er í dag kl. 14:00, einnig í Kjósarrétt í Árneshreppi. Á sunnudaginn er síðan réttað í Staðarrétt í Staðardal, Skeljavíkurrétt við Hólmavík og Kirkjubólsrétt í Tungusveit. Af þessu tilefni er rétt að minna á ljósmyndasamkeppni Sauðfjársetursins og strandir.saudfjarsetur.is sem nú stendur yfir, Göngur og réttir á Ströndum 2007. Þeir sem ná góðum myndum í smalamennsku eða réttunum nú í haust eru því eindregið hvattir til að senda afrit á saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is.