28/04/2024

Gönguferð og jurtagreining fyrir alla fjölskylduna

ÞrenningarfjólaMinnt er á að í dag, þann 15. júní, er Dagur hinna villtu blóma á Norðurlöndunum öllum. Af því tilefni verður farið í gönguferð fyrir alla fjölskylduna frá Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík kl. 13:00, en leiðsögumenn verða Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson. Gert er ráð fyrir 1-2 tíma gönguferð og er leiðsögnin ókeypis. Alþjóðlegi prjónadagurinn, World Wide Knit in Public day, var hins vegar í gær, þann 14. júní. Hægt er að skoða og fjárfesta í varningi sem Strandamenn hafa haft á prjónunum undanfarið í handverksbúð Strandakúnstar á Upplýsingamiðstöðinni og einnig í minjagripaverslunum Galdrasýningarinnar og Sauðfjársetursins.