30/10/2024

Golfsumarið hafið

Golfklúbbur Hólmavíkur hélt aðalfund sinn síðastliðinn mánudag og búið er að opna golfvöllinn í Skeljavík. Á aðalfundi bar helst til tíðinda að formannaskipti urðu í klúbbnum, Jóhann Björn Arngrímsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Við því embætti tók Benedikt S. Pétursson. Klúbburinn var rekinn með lítilsháttar tapi á síðasta ári. Nýr formaður býður nýja félaga sem vilja ganga í klúbbinn velkomna og sagði í viðtali við strandir.saudfjarsetur.is að ætlunin væri að hefja framkvæmdir nú í sumar við breytingar á vellinum. Golfskáli er hins vegar á langtímaplaninu. Gestir á Skeljavíkurvöll borga kr. 500.- fyrir að fara einn hring og er bæði hægt að borga í kassa á vellinum eða á Upplýsingamiðstöðinni, en dagurinn kostar kr. 1.000.- Grunnskólabörn í sýslunni allri fá frítt á völlinn.