13/12/2024

Góður dagur á Ströndum

Hvítasunnan er runnin upp og fallegt veður á Ströndum. Fréttaritari fór með myndavélina í góða gönguferð í gærmorgun og smellti af myndum á Hólmavík og nágrenni. Ferðaþjónar voru að undirbúa sumarið, Hafþór að gera klárt í handverksbúðinni og vinnustofunni í Ráðaleysinu og Sigurður var að setja upp tjaldið fyrir Kaffi Galdur. Eitthvað var líka verið að bjástra á Café Riis. Tvö gömul hús á Hafnarbrautinni fá verðskuldað viðhald þessa dagana og verða örugglega bæjarprýði á eftir. Útsýnið yfir til Hólmavíkur frá fyrirhuguðu sumarbústaðasvæði í Skeljavíkinni var líka prýðilegt.

580-holma3 580-holma2 580-holm9 580-holm8 580-holm7 580-holm6 580-holm5 580-holm4 580-holma1 580-holm14 580-holm13 580-holm11 580-holm10

Hólmavík og Skeljavík – Ljósm. Jón Jónsson