28/03/2024

Glitský á lofti

Glitský yfir SteingrímsfirðiGlitský sáust á lofti yfir Steingrímsfirði í morgun. Þetta eru mjög falleg góðviðrisský sem sjást stöku sinnum, þá helst að kvöldi eða fyrir sólarupprás
að morgni. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is fékk meðfylgjandi myndir sendar frá Guðbrandi Sverrissyni á Bassastöðum. Á vef veðurstofunnar segir um glitský: „Í 19-29 kílómetra hæð má svo finna svokölluð glitský. Þau sjást helst á vetrum á norðurhveli jarðar, milli sólarlags og sólarupprásar. Á síðsumarnóttum er hægt að sjá þunn silfurský í um 80-90 kílómetra hæð.“

Neðri myndina tók Alfreð Gestur Símonarson og er hún tekin
af Borgabraut á Hólmavík um hálftíu í morgun.