22/12/2024

Gjafavöruverslunin Ás opnaði í dag

Í dag opnaði Gjafavöruverslunin Ás á Hólmavík, en eigendur og rekstraraðilar verslunarinnar eru þau Sigfríð Berglind Thorlacius og Ómar Már Pálsson. Sigfríð lét gamlan draum rætast og opnaði eigin verslun með glæsilegum og vönduðum gjafavörum fyrir fólk á öllum aldri á sanngjörnu verði. Ómar tók virkan þátt í undirbúningnum, m.a. með því að smíða allar innréttingar í búðinni. Gjafavöruverslunin Ás er staðsett í Lækjartúni 13 og er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl.14-18, föstudaga frá kl.11-19 og laugardaga frá kl.13-15. Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit við í versluninni í dag skömmu eftir opnun var fullt út úr dyrum og nóg að gera þannig að byrjunin lofar afar góðu.

580-verslunin-as-2 580-verslunin-as-1 580-verslunin-as-3 580-verslunin-as-4

Verslunin Ás – Ljósm: Hildur Guðjónsdóttir