22/12/2024

Gert við gömul hús á Hólmavík

Síðustu áratugina hefur verið gert við ýmis gömul hús á Hólmavík, þannig að nú eru þau til fyrirmyndar i gamla þorpinu. Nú nýlega var byrjað á viðgerðum á Kópnesbraut 1 sem stendur við hliðina á Riis-húsinu. Verður gaman að fylgjast með því hvernig þeirri viðgerð vindur fram, en á myndinni að ofan sést að byrjað er að skipta um glugga á húsinu. Einnig hefur síðustu ár verið unnið að viðgerð á svokölluðu Viðeyjarhúsi sem stendur við endann á Kópnesbrautinni, hinumegin við Riis-húsið. Ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is smellti af þessum myndum í dag.

Viðgerðir í gamla bænum á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is