23/12/2024

Fyrstu hafísmyndirnar úr Trékyllisvík

Hafís í TrékyllisvíkFyrstu hafísmyndirnar úr Árneshreppi eru komnar í hús, af íshrafli sem rekið hefur inn í Trékyllisvík og Hvalvík og víðar í dag. Skyggni er slæmt fyrir norðan, 3-6 kílómetrar. Jón G. Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur engan ís séð enn í Reykjarfirði og á Gjögurssvæðinu. Dáldið íshrafl er utan við Munaðarnes í minni Ingólfsfjarðar.

 

Hafís í Trékyllisvík og Hvalvík – ljósm. Jón G. Guðjónsson.