16/10/2024

Fyrsta lambið í vor

Það er komið lamb í OddaFyrsta lamb vorsins sem við vitum af hér á Ströndum kom í heiminn þann 9. mars á bænum Odda í Bjarnarfirði. Ærin heitir Sólgull og er veturgömul, en hún hefur fengið áður en hrútarnir voru teknir úr ánum í haust, á bilinu 15.-20. október. Það hefði ekki þótt gæfulegt á árum áður að koma í heiminn þegar hafís nálgast eins og staðan er nú, en óneitanlega er fyrsta lambið alltaf nokkur vorboði hjá bændum.

Ljósm. Árni Þór Baldursson