27/12/2024

Fyrirlestur um gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum

Blóm, ljósberi

Laugardaginn 2. apríl kl. 15:00 mun Hafdís Sturlaugsdóttir flytja erindi um gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Hafdís er bóndi í Húsavík á Ströndum og landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða á Hólmavík. Aðgangseyrir að viðburðinum er 500 kr fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára.