22/12/2024

Fyrirlestur og félagsvist


Það er að venju ýmislegt um að vera á Ströndum. Í dag, fimmtudaginn 22. nóvember, verður fyrirlestur um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála kl. 16:30-18:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur sem flytur fyrirlesturinn, en hann er byggður á nýútkominni bók hennar Ekki meir. Í kvöld er síðan fyrsta kvöldið í þriggja kvölda félagsvist í Sævangi á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum og hefst spilamennskan kl. 20:00. Allir eru velkomnir á báða viðburði.