04/05/2024

Fuglaskoðun og hreinlætisaðstaða studd

Ferðamálastofa hefur nú úthlutað styrkjum til umhverfismála um land allt og komu tveir styrkir á Strandir úr þessum sjóði. Annars vegar fékkst 250 þúsund til merkinga í Grímsey, en í gangi er verkefni um að gera hana aðgengilegri fyrir ferðafólk. Hins vegar fékkst styrkur upp á 200 þúsund til að koma upp fuglaskoðunarhúsi á Tungugrafarvogum við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Þá fengu Ferðamálasamtök Vestfjarða styrki til að gera göngukort um alla Vestfirði að upphæð 500 þúsund og einnig er uppbygging hreinlætisaðstöðu á Hornströndum styrkt, m.a. við Hornbjargsvita og í Bolungarvík á Ströndum.