22/12/2024

Fuglaflensan aftur á áhættustig 1

Landbúnaðarstofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að landbúnaðarráðherra hefur tekið ákvörðun um að aflétta tímabundnum varnaðaraðgerðum vegna fuglaflensu. Farið var á áhættustig 2 eftir að fuglaflensa greindist á Bretlandseyjum en nú hefur það verið lækkað í áhættustig eitt. Þar með fellur úr gildi auglýsing ráðuneytisins sem tók gildi þann 12. apríl s.l. og skildaði alla alifuglaeigendur að geyma fuglana tryggilega inni við án mögulegrar snertingar við villta fugla. Þannig að íslenskar hænur og aðrir alifuglar ættu að geta tekið gleði sína á ný og spókað sig úti við.

Staðið hefur yfir skimun fyrir fuglaflensu í villtum fuglum undanfarnar vikur og hefur verið liður í því að fylgjast með fuglaflensu hérlendis en einnig hafa sjálfdauðir villtir fuglar verið skoðaðir með tilliti til fuglaflensuveirunnar. Eins og fyrr segir hefur flensunnar hvergi orðið vart á landinu og lítil sem engin hætta talin á því að svo verði á þessu ári þar sem langflestir farfuglar eru nú þegar komnir til landsins.

bottom

natturumyndir/580-kotbylishaena.jpg