30/10/2024

Frjálsar í dag og kvöld

Vegna komu Írisar Grönfeld falla knattspyrnuæfingar hjá Ungmennafélaginu Geislanum á Hólmavík niður hjá 5. bekk og eldri í dag, miðvikudaginn 14. júní. Knattspyrnuæfingin verður sama tíma á föstudag í staðinn. Við hvetjum alla krakka og fullorðna til að mæta á frjálsíþróttaæfingarnar á Skeljavíkurvelli, hjá Írisi en þær verða í dag og kvöld. Æfingarnar verða sem hér segir:

17:00 – 19:00                 12 ára og yngri
20:00 – 22:00                12 ára og eldri (mamma og pabbi auðvitað líka)

Ekki missa af þessum einstaka viðburði.