22/12/2024

Frítt fyrir konur á Byggðasafnið í dag

Ófeigur - ljósm. Frank Bradford19. júní er Kvennréttindadagurinn og í tilefni dagsins er öllum konum sérstaklega boðið í heimsókn á Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og auðvitað er frítt inn fyrir þær. Ætlun safnsins er að færa þeim konum sem koma á staðinn eitthvað smávegis út af þessum degi og svo er að sjálfsögðu heitt á könnunni eins og alltaf. Byggðasafnið á Reykjum er sameign Húnvetninga og Strandamanna og þar eru margir góðir gripir. Hákarlaveiðisýning er þar í Ófeigsskála, þar sem hákarlaskipið Ófeigur er í öndvegi.