22/12/2024

Friðarbarnið – lokasýning

Lokasýning á söngleiknum Friðarbarnið verður í kvöld kl. 20:00 í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Þetta er allra síðasta tækifæri sem gefst til að sjá þennan skemmtilega söngleik sem unglingar úr Grunnskólunum á Drangsnesi, Finnbogastöðum og Hólmavík setja upp. Leikhópurinn sýndi á Kirkjudögum í Reykjavík um helgina og tókst sýningin einkar vel. Eins var sýning í Árneskirkju síðastliðinn fimmtudag sem heppnaðist líka mjög vel.