22/12/2024

Framtíðarlandið ályktar um virkjun Hvalár

Stjórn Framtíðarlandsins hefur sent frá sér ályktun um hugmyndir um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Í henni segir: "Vestfirðingar búa við mesta óöryggi raforkuflutninga hér á landi og hafa heimili og fyrirtæki mátt þola þann skort mun lengur en lög gera ráð fyrir. Félagið fagnar öllum úrbótum er hleypa frekari stoðum undir sjálfbærra og samkeppnishæfara samfélag í fjórðungnum. Það er þó mat stjórnar að bygging Hvalárvirkjunar muni litlu breyta um það ástand sem ríkir á Vestfjörðum við raforkuflutning."

"Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti eru það flutningslínur á svæðinu sem þarf helst að endurnýja svo rekstrar öryggi raforku verði tryggt. Einnig má telja að skynsamlegra væri að leita frekari húshitunar kosta í jarðavarma, þar sem stór hluti húshitunar er fenginn með raforku, þannig mætti létta miklu álagi af raforkukerfinu og endurheimta orku fyrir nýja notendur."