29/05/2024

Framkvæmdir í Félagsheimilinu á Hólmavík

Þessa dagana er unnið að framkvæmdum á vegum Strandabyggðar í Félagsheimilinu á Hólmavík og þurfa eldri borgarar því ekki að hafa áhyggjur af  húsnæðisleysi fyrir föndurvinnu vetrarins.
Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hitti glaðværa smiði sem sjá má á meðfylgjandi myndum í félagsheimilinu þar sem þeir eru í óðaönn að saga sundur veggi og brjóta, til að skapa nýtt pláss fyrir starfsemi þessa. Svo er bara að vona að þetta verði hið glæsilegasta vinnupláss, þar sem áður voru annars vegar sturtur og salerni fyrir karla frá þeim tíma þegar húsið var ennþá íþróttahús og hins vegar skrifstofa hússins.

Féló

frettamyndir/2009/580-breyt-felo2.jpg

Smiðir að störfum – ljósm. Ásdís Jónsdóttir