22/12/2024

Framkvæmdir á Höfðagötu 3 í fullum gangi

Síðan í desember hefur allt verið á fullu í gamla Kaupfélagshúsinu við Höfðagötu á Hólmavík, en þar er í bígerð að koma upp Þróunarsetri, námsveri og framhaldsdeild. Ein ný skrifstofa hefur þegar verið tekin í notkun, en alls verða sjö skrifstofur á annarri hæð hússins, en á þriðju hæð verður námsver, kaffistofa og fundarherbergi. Átta aðilar hafa þegar lýst yfir vilja til að hafa starfsemi sína í húsinu, þannig að eftirspurn er meiri en framboð. Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra er gert ráð fyrir að framkvæmdum á miðhæð og þeirri efstu ljúki eins fljótt og auðið er, en eigi síðar en 18. apríl nk. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is kíkti á Höfðagötuna á dögunum og skoðaði framkvæmdirnar.

Á fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar sl. var rætt um hvert leiguverð í húsinu yrði. Samþykkt var að hafa það kr. 2.200 pr. fermeter, en innifalið í verðinu eru þrif, rafmagn, hiti, salernisaðstaða og kaffi- og fundaraðstaða. Minnihluti sveitarstjórnar hafði áður á fundinum borið fram tillögu um að leigan yrði kr. 3.200 pr. fm., en hún var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sama atkvæðahlutfall samþykkti síðan tillögu um lægri fermetraleigu. Annar fulltrúi minnihlutans, Már Ólafsson, lét í framhaldi af því bóka þá skoðun að með svo lágri leigu væri verið að fara illa með fjármuni sveitarfélagsins þar sem ekki kæmu tekjur upp í fjárfestinguna.

1

Herbergi á efstu hæð, við austurgafl hússins. Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra mun þarna vera námsver fyrst um sinn. Ásdís sagði einnig við strandir.saudfjarsetur.is að námsverið yrði fært niður á neðstu hæð hússins þegar hún verður tilbúin og verði þar staðsett ásamt framhaldsdeild sem unnið er í að komi á Hólmavík haustið 2009.

bottom

Starfsmenn Trésmiðjunnar Höfða skipta um glugga á efstu hæð hússins.

Miðherbergi á efstu hæð hússins, nýbúið að skipta um glugga sem voru í heldur bágbornu ástandi.

frettamyndir/2008/580-endurbaetur7.jpg

Hermann Hjartarson sparslar í smáglufur á miðhæ hússins. Gangurinn sem sést á myndinni liggur um svæði sem búið er að gjörbreyta.

frettamyndir/2008/580-endurbaetur2.jpg

Hermann fer víða með sparslið. Í þessu herbergi var áður hluti af skrifstofu KSH, þak Galdrasýningarinnar sést út um gluggann.

frettamyndir/2008/580-endurbaetur6.jpg

Vignir Örn Pálsson frá Grundarorku leggur rafmagn í herbergi í norðurhluta miðhæðinnar, gegnt Hólmadrangi.

Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða á skrifstofu sinni. Þarna var um árabil kaupfélagsstjóraskrifstofa.

Ljósm. Arnar S. Jónsson