22/12/2024

Frá þorra á Drangnesi

Ásta Þórisdóttir las mönnum pistilinnUm síðustu helgi var haldið þorrablót í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Var það vel sótt og gekk skemmtunin vel fyrir sig að öllu leyti. Árni Þór Baldursson í Odda var á staðnum með myndavél og smellti af meðfylgjandi myndum af skemmtiatriðunum og sendi okkur á strandir.saudfjarsetur.is. Eins og sjá má var glatt á hjalla og menn og konur í glimrandi þorrastuði.

Þetta er fólkið sem sáu um að skemmta - Eva, Magnús, Anna, Birgir, Hólmfríður, Hilmar, Gunnar, Ásta, Guðmundur og Margrét. 

Annáll var lesinn upp af Ástu Þóris og skemmtiatriðunum fléttað inn í annálinn.

Heilsusérfræðingar mældu alla hátt og lágt og voru menn misslappir.

Hér munu Bassastaðahjónin vera mætt til leiks.

Hér er mengunarmælingarmaður með Brandi bassa, ekki par kátur.

Sæðingar voru teknar fyrir og nokkrir hrútar heimsóttu þorrablótið.