26/12/2024

Frá öskudagsballi á Hólmavík

Á Öskudagsballi á HólmavíkÖskudagsballið á Hólmavík var haldið í Félagsheimilinu seinnipartinn í dag. Fjöldi barna og foreldra skemmti sér konunglega við söng og dans, auk þess sem kötturinn alræmdi var sleginn úr tunnunni, hvar hann hafði komið sér fyrir ásamt mörg hundruð karamellum. Tók skemmtunin um klukkutíma og má búast við að allir séu saddir og sælir því fyrr um daginn höfðu börnin gert víðreist um þorpið og safnað sælgæti sem þau þáðu að launum fyrir söng í fyrirtækjum og stofnunum.

Myndasyrpa frá öskudeginum er komin á vef Grunnskólans á Hólmavík.