22/12/2024

Forseti Íslands verndari atvinnu- og menningarsýningar á Ströndum

- Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, verður  verndari atvinnu- og
menningarsýningar á Ströndum sem opnuð verður við hátíðlega athöfn laugardaginn
29. ágúst 2009.  Það eru Þróunarsetrið á Hólmavík og Arnkatla 2008 sem standa
fyrir sýningunni og er markmið með henni tvíþætt:
– Efla ímynd Stranda út á
við sem aðlaðandi búsetu-, ráðstefnu- og ferðamannasvæði.

– Efla tengsl ólíkra
svæða og athafna á Ströndum með því að leiða saman hefðbundna og óhefðbundna
starfsemi.

Súpufundir hafa verið haldnir á fjórum stöðum á Ströndum þar sem
sýningin hefur verið kynnt; Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi, Malarkaffi á
Drangsnesi, Café Riis á Hólmavík og Grunnskólanum á Borðeyri.  Mikill áhugi kom
fram á fundunum og hafa fjörtíu sýningarpláss verið bókuð. 

Fyrirtæki, félagasamtök, opinber þjónusta, einstaklingar og allir velunnarar
svæðisins Eru hvattir til að taka þátt.   Hægt er að nálgast upplýsingar og skrá
þátttöku hjá Ingibjörgu Valgeirsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar  í síma
451 4025 eða í netfangið ingibjorg@assaisland.is   Skráningu lýkur föstudaginn
17. júlí n.k. 
Vaxtarsamningur Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða eru
styrktaraðilar sýningarinnar.  Fyrirtækið AssA, þekking og þjálfun í
Trékyllisvík sér um framkvæmd hennar. 

-

frettamyndir/2009/580-supufundur-juni-nordurfj2.jpg