22/12/2024

Flugeldasala, sýningar og brenna á Hólmavík

Áramótin nálgast nú óðfluga og er því ekki úr vegi að minna á mikilvægustu fjáröflun björgunarsveitanna í landinu, sem er jú flugeldasalan um áramótin. Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík verður í Rósubúð á Höfðagötu 9 og er gengið inn frá Hlein. Opið verður á þriðjudaginn 29. des. frá kl. 14-20, miðvikudagur 30. des. frá kl. 14-22 og á gamlársdag frá kl. 10.00-15.00. Áramótabrenna verður við Víðidalsá á gamlársdag kl.18:00 og flugeldasýning kl.18:20. Flugeldasala björgunarsveitarinnar Dagrenningar á þrettándanum er opin frá kl. 15 -18. Flugeldum verður skotið á loft frá hafnarsvæðinu kl. 20 á þrettándanum.