22/12/2024

Flöskusöfnun í kvöld

Félagsmiðstöðin Ozon stendur fyrir flöskusöfnun meðal íbúa á Hólmavík miðvikudagskvöldið 26. janúar. Söfnunin hefst klukkan 20:00 og stendur fram eftir kvöldi. Söfnunin er eflaust kærkomið tækifæri fyrir marga til að losa sig við birgðir sem safnast hafa upp um jól og áramót. Allur ágóði af söfnuninni rennur beint til starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon.